ASTRA | Skilmálar

Skilmálar og skilyrði

Skilmálar

NETVERSLUN

1. SKILMÁLAR
Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu ASTRA ehf. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu.

2. SKILGREININGAR
Seljandi er ASTRA ehf ehf. kt. 580496-2459. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára.

3. SKILARÉTTUR
Hægt er að skila vörum ef varan er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgir með. Ef um gallaða vöru er að ræða skal hafa samband við ASTRA. Almennur skilafrestur á vörum eru 30 dagar. Við skil er boðið uppá aðra vöru eða inneign. Vörur skulu vera með órofnu innsigli og í sinni upprunalegu mynd. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Ef vara reynist gölluð greiðir ASTRA ehf fyrir endursendingu vörunnar.

4. VERÐ OG VERÐBREYTINGAR
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum án virðisaukaskatts sem reiknast ofan á í körfu 24%. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur ASTRA ehf sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.

Við upplýsum viðskiptavini okkar um ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum uppá að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg. Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun ASTRA ehf endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

5. PERSÓNUVERND
Seljandi fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti. Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.

6. SENDINGARMÖGULEIKAR OG KOSTNAÐUR
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.

7. ÖRYGGI
Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitors.

8. GREIÐSLUMÖGULEIKAR
Í netverslun ASTRA er boðið uppá að greiða með öllum helstu greiðslukortum , Paypal og bankamillifærslum. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

9. MILLIFÆRSLUR
Ef valið er að greiða með millifærslu er óskað eftir því að staðfestingu á greiðslu verði send á netfangið: sala@astra.is

BANKAREIKINGUR:

Banka uppl: 0338-26-341431
Kennitala: 580496-2459

Ef pöntun er ekki greidd innan tveggja daga telst pöntun ógild.

10. LÖG UM VARNARÞING
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur

VEFHÝSING VPS NETAFRITUN

1. SKILMÁLAR
Með því að panta þjónustu þ.m.t vefhýsingu/VPS/Netafritun hjá ASTRA ehf gengur viðskiptavinur sjálfkrafa að eftirfarandi skilmálum:

VEFHÝSING er deild hýsing (shared hosting)
Sem þýðir að margir deila sín á milli getu netþjóns. ASTRA ehf er heimilt að loka eða takmarka virkni vefsvæðis sem að einhverjum sökum veldur óvenulega miklu álagi. Öll mál eru skoðuð sérstaklega og ástæður kannaðar og tekin ákvörðun um framhald.
Meti sérfræðingar ASTRA það svo að umferð á vefsvæði fari umfram það sem eðlilegt getur talist eða álag á netþjón sé yfir eðlilegum mörkum skal endurskoða þjónustuna og setja upp viðeigandi þjónustupakka.

VPS og Vefhýsing

Óheimilt er að nota þjónustu ASTRA ehf í eftirfarandi tilgangi:

  • Hýsing/dreifing á öllu klámefni.
  • Brot á friðhelgi persónu/einkalífs.
  • Opinber birting á trúnaðarmálum.
  • Dreifing á efni sem bundið er höfundarrétti án leyfis.
  • Fjöldasendingar á tölvupósti.
  • Hvers konar námagröftur (e. cryptomining) er óheimill.
  • Árásir á persónur, fyrirtæki eða tölvukerfi.
  • Eigendur vefsvæða skulu uppfæra vefumsjónarkefi sín reglulega.

ASTRA er heimilt, hvenær sem er og án fyrirvara að loka aðgangi aðila og eftir atvikum eyða gögnum verði áskrifandi uppvís að brotum á þessum skilmálum. Tilkynning um lokun verður send á netfang áskrifanda

2. YFIRLÝSING UM TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Viðskiptavinur ASTRA ehf skilur og fellst á að þjónusta sú er ASTRA ehf lofar að veita er veitt eftir bestu getu starfsmanna ASTRA ehf á hverjum tíma án nokkurrar ábyrgðar af hálfu ASTRA ehf um gæði, áreiðanleika, hraða, villur eða virkni. Áskrifandi fellst á þetta fyrirkomulag og afsalar sér öllum bótakröfum á hendur ASTRA ehf vegna mála sem kunna að rísa vegna bilana, aðgengisskorts, gagnataps, minnkaðs hraða eða skorts á virkni þeirrar þjónustu sem ASTRA ehf veitir.
Viðskiptavinur er ábyrgur að öllu leyti fyrir sínum gögnum og er hvattur til að taka afrit af sínum gögnum og geyma utan kerfa ASTRA.

ASTRA ehf tekur afrit eins og upp er gefið í áskriftarleiðum. ASTRA ehf tekur ekki ábyrgð á gæðum afrita, mistökum við afritun, gagnaskemmdum í afritum eða þjónustugæðum við afritun.
Hver viðskiptavinur fær úthlutað notendanafn og lykilorð. Aðgang þennan má einn sá nota sem um hann sækir. Umsækjandi er ábyrgur fyrir aðganginum. Það er með öllu óheimilt að afhenda lykilorð sitt þriðja aðila.
ASTRA ehf afsalar sér öllum bótakröfum og verður ekki gert ábyrgt fyrir skaða eða tjóni sem hljótast af bilunum í grunnkerfum, kerfum þriðja aðila, vegna óviðráðanlegra orsaka (e. force majeure), s.s. náttúruhamfara, stjórnsýsluákvarðanna, skemmdarverka, mannlegra mistaka eða annarra slíkra aðstæðna.

Mál sem kunna að rísa út af þessum samningi skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Vafrakökur

Vafrakökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á vafra notenda. Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar til að auðkenna notendur. Notkun á vafrakökum gerir okkur því kleift að veita notendum betri upplifun og stuðla að frekari þróun vefsíðunnar.

Vafrakökur hafa ólíkan tilgang en sumar þeirra eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsvæða. Þær kökur eru ekki háðar samþykki notenda heldur byggir notkun þeirra á lögmætum hagsmunum okkar, sem felast í því að geta veitt góða upplifun á vefsíðu okkar og til að stuðla að frekari þróun hennar.

Aðrar vafrakökur eru notaðar t.d. vegna greininga á vefsvæðum, fyrir stillingar á vefsvæðum og markaðssetningu. Notendur þurfa að veita samþykki fyrir notkun á þeim vafrakökum. Vafrakökur hafa einnig ólíkan gildistíma. Ákveðnar vafrakökur virka einungis á meðan vafri er opinn og er eytt þegar honum er lokað en aðrar vafrakökur hafa lengri gildistíma.

Að slökkva á vafrakökum
Þeir sem vilja losa sig við vafrakökur geta gert það í stillingum á þeim vafra sem notast er við. Sá sem heimsækir vefinn fær val um að samþykkja eða hafna vafrakökum, tekið skal fram að hafna eða eyða vafrakökum getur haft afgerandi áhrif á notendaupplifun og stillingar á tengdum vefsvæðum.

Hvernig eyði ég vafrakökum?

Þú getur eytt öllum þeim vafrakökum sem þinn vafri geymir. Leiðbeiningar um það fyrir Internet Explorer eru hér og Google Chrome hér

Nánari upplýsingar um vafrakökur má t.d. finna á www.allaboutcookies.org

Netsamtal

Við notum svarbox (live chat) frá 3CX á vefsíðunni okkar til að aðstoða viðskiptavini í rauntíma. Samskiptin eru sjálfkrafa skráð og geymd á öruggum netþjóni ASTRA.
Með því að hefja netsamtalið deilir þú upplýsingum með viðmælandanum þ.m.t nafn, netfang og öll samskiptin sjálf. Þessar upplýsingar verða vistaðar í 120 daga og verður ekki deilt með öðrum undir neinum kringumstæðum. Kjósir þú að þeim verði eytt strax
hafðu þá samband og við gerum það.

 

Nafn: ASTRA ehf
Heimilisfang: Fákafen 9
Póstnúmer: 108
Póststöð: Reykjavík
Kennitala: 580496-2459
Vsk-númer: 50231
Netfang: astra@astra.is
Banka uppl: 0338-26-341431
Fax: 571-0217
Sími: 414-3100

Skráning á póstlista

Upplýsingarnar verða einungis nýttar til að senda þér tilboð ásamt upplýsingum um vörur og þjónustu ASTRA.  Við sendum hvorki ruslpósta né látum þriðja aðila upplýsingar í té.

Takk fyrir að skrá þig á póstlistann okkar!