ASTRA | Um okkur

TÖLVUDEILDIN

þekking – reynsla – þjónusta

ASTRA er óháð þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki í upplýsingatækni, við sérhæfum okkur í rekstri tölvukerfa allt frá því að þjónusta útstöðvar yfir í að sjá alfarið um hýsingu og rekstur tölvukerfisins. Hjá ASTRA starfa þrautreyndir sérfræðingar með áratuga reynslu í rekstri tölvukerfa. Félagið var stofnað og hóf rekstur 2006 en þar áður störfuðu tæknimenn ASTRA hjá einu stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins um árabil.

þú ert í öruggum höndum

Við bjóðum persónulega þjónustu sem byggir á áreiðanleika, stuttum viðbragðstíma, þekkingu og reynslu. Daglegur rekstur tölvukerfa nær meðal annars til eftirlits með netþjónum, útstöðvum og annarra jaðartækja, netkerfis, prentara, vírusvarna, gagnaöryggis og afritunar. Unnið er eftir skilgreindum ferlum. ASTRA veitir einnig ráðgjöf við hönnun og uppsetningu á tölvukerfum sem og vali og kaupum á búnaði og rekstrarvörum.

Tölvuþjónuta
Tölvudeildin

Samningar um rekstur á tölvukerfum eru aðlagaðir að þörfum hvers viðskiptavinar. Um er að ræða samninga sem byggja á fastri greiðslu á mánuði fyrir skilgreinda vinnu eða fastri greiðslu á mánuði með fráviksuppgjöri á þriggja mánaða fresti í öllum samningum er skilgreint þjónustustig sem hentar þörfum hvers viðskiptavinar og beinn aðgangur er að ákveðnum tæknimanni.

PER ASPERA AD ASTRA

 

Skráning á póstlista

Upplýsingarnar verða einungis nýttar til að senda þér tilboð ásamt upplýsingum um vörur og þjónustu ASTRA.  Við sendum hvorki ruslpósta né látum þriðja aðila upplýsingar í té.

Takk fyrir að skrá þig á póstlistann okkar!