Ráðgjöf

Fagleg og óháð ráðgjöf á sviði upplýsingatækni

ER KOMIN TÍMI Á KOSTNAÐARGREININGU?

  • Er tölvukerfið til vandræða og/eða dýrt í rekstri?
  • Eru fyrirhugaðar breytingar?

ASTRA býður upp á víðtæka faglega og óháða ráðgjöf í rekstri tölvukerfa hvort sem um ræðir vélbúnað eða hugbúnað. Við erum ekki bundnir vörumerkjum og ráðleggjum því bara það sem hentar best hverju sinni.

Við getum aðstoðað þitt fyrirtæki við að leita lausna til að ná fram hagræðingu í rekstri tölvukerfisins með því fara yfir og greina reikninga sem snúa að upplýsingatækni með það að markmiði að lækka kostnað og einfalda umfang.

Starfsmenn ASTRA hafa mikla reynslu í að yfirfara slíka reikninga og hafa marg oft aðstoðað við að hagræða og þá um leið lækka kostnað við rekstur tölvu- og símkerfa.