ASTRA | Netafritun

NETAFRITUN

ASTRA | Netafritun

Eru gögnin þín örugglega afrituð reglulega ?

Hversu mikilvæg eru gögnin þín ?

Við hjá ASTRA höfum áratuga reynslu í tölvugeiranum og þekkjum mæta vel ástandið sem skapast þegar gagnatap verður.
Fyrirtæki tapa gögnum sem eru lífsnauðsynleg fyrir reksturinn í sumum tilfellum er hægt með dýrum og tímafrekum aðgerðum að endurheimta gögnin en það er því miður ekki alltaf raunin. Flestir gera sér grein fyrir þessu og ætla alltaf að taka öryggisafrit en því miður vill það stundum gleymast.
Dæmi um orsakir: Vélbúnaðarbilanir, vírusar, gagnagíslataka, þjófnaður, mannleg mistök, húsbrunar ofl.

Við höfum lausnina!

ASTRA býður upp á alsjálfvirka netafritun með fullkomnum afritunarhugbúnaði. Astra-Netafritun er mjög einfaldur og þægilegur hugbúnaður fyrir notandann. Þegar afritun hefur verið sett upp þá þarft þú ekki að hafa frekari áhyggjur, hugbúnaðurinn er sjálfvirkur og sér um að taka afrit og sendir þér reglulegar skýrslur varðandi gang mála.
Hægt er að nálgast þau gögn sem afrituð eru hvaðan sem er, hvenær sólarhrings sem er, úr hvaða tölvu sem er. Eina skilyrðið er að vera nettengdur og hafa lykilorð.

Hugbúnaðurinn

Er einfaldur í uppsetningu þú hleður niður hugbúnaðinum og setur upp. Velur þær skrár sem þú vilt afrita og lætur hugbúnaðinn alfarið sjá um daglega afritunartöku. Tæknimenn ASTRA eru líka tilbúnir að aðstoða við uppsetningu þér að kostnaðarlausu.

Kostir

Þú sparar þér kostnað við kaup á vélbúnaði / hugbúnaði til afritunartöku. Þú sparar tíma með því að láta okkur sjá um afritun.

Yfirsýn

Nákvæm skýrsla er send daglega til viðskiptavinar að auki er hægt að fylgjast með framgangi í hugbúnaðinum eða á vefnum.

Öryggi

Gögnin eru þjöppuð og dulkóðuð (AES 256 bit) áður en þau eru send yfir netið öll samskipti eru yfir 256 bit SSL (Secure Socket Layer) svo liggja þau dulkóðuð á netþjónum ASTRA. Ekki er hægt að komast í gögnin án þess að hafa dulkóðunarlykilinn sem er búinn til við uppsetningu.

Fyrir hvern ?

Ef gögnin þín eru þér eða þínu fyrirtæki einhvers virði og afritunartaka er ekki sem skyldi þá er Astra-Netafritun fyrir þig. Hugbúnaður þessi hentar jafnt einstaklingum sem stórum og smáum fyrirtækjum hvort sem um er að ræða eina tölvu eða allt fyrirtækið. Stuðningur er við öll Windows-stýrikerfin Mac OS X og Linux. Einnig er stuðningur við Microsoft SQL Server, My SQL, Microsoft Exchange Server, Lotus Domino/Notes, Oracle og allan bókhaldshugbúnað ofl.

ASTRA | Netafritun

Gögnin þín..

Eftir að gögnin þín hafa verið afrituð þá liggja þau þjöppuð og dulkóðuð með 256 bita dulkóðunarlykli í öruggum vélasal ASTRA , skýrsla er send daglega til viðskiptavinar um framgang afritunar.

ASTRA | Netafritun

Frítt í 30 daga..

Þú getur sótt hugbúnaðinn hér og prófað 10GB afritun frítt í 30 daga, eða haft samband og við aðstoðum þig við uppsetningu.

Sækja hugbúnaðinn:

Mac