Leita Stillingar
Nýskráning Innskráning

ASTRA

Staðsetning: Forsíða » Þjónusta
Mánudagur, 20 sep 2021

Tölvuþjónusta

Öll tölvukerfi, stór sem smá, þarfnast viðhalds.


ASTRA ehf býður alhliða tölvuþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki, við leggjum mikla áherslu á persónulega og vandaða þjónustu á hagstæðum kjörum.
Við höfum að leiðarljósi að viðbragðstími sé í lágmarki og fyrirbyggjandi aðgerðir séu ávalt hafðar í huga.
Þegar við tökum við rekstri staðarnets fara sérfræðingar okkar yfir kerfið og ganga úr skugga um að um heppilegustu lausn sé að ræða fyrir viðkomandi fyrirtæki og að sjálfsögðu er gengið úr skugga um að öll öryggisatriði séu í fullkomnu lagi.Sérfræðingar ASTRA ráðleggja fyrirtækjum um val á vél- og hugbúnaði og sjá um rekstur hans.
Við leggjum mikla áherslu á öryggi og rétt vinnubrögð við uppsetningar þar sem vélbúnaður og hugbúnaður þurfa að vinna saman til að ná hámarksafköstum, ásamt því að huga sérstaklega að vörnum gegn vírusum og tölvuinnbrotum.
ASTRA sér um allan rekstur og viðhald á vél- og hugbúnaði fyrir þig.
 

Við erum tölvudeildin þín...

 

 

 

 

Getum við gert eitthvað fyrir þig?

Hafðu samband í síma 414-3100 og fáðu ókeypis ástandsskoðun og við munum í kjölfarið mæla með úrbótum ef einhverjar eru, um leið munum við kynna fyrir þér hvað ASTRA ehf hefur uppá að bjóða.

  • astra

escan

eScan er án efa eitt fremsta veiruvarnaforritið á markaðnum í dag, hugbúnaðurinn er byggður á margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu.eScan er alhliða veiruvörn sem tryggir öryggi tölvunnar þinnar fyrir veirum af öllum gerðum, netinnbrotum, njósnahugbúnaði, auglýsingahugbúnaði og öðrum óæskilegum hlutum.