Leita Stillingar
Nýskráning Innskráning

ASTRA

Staðsetning: Forsíða
Mánudagur, 20 sep 2021

Vantar þig heimasíðu?

ASTRA veitir alhliða þjónustu við vefsíðugerð og ráðgjöf í umsjón vefja. Við getum aðstoðað þitt fyrirtæki við að koma upplýsingum hratt og örugglega á netið. Með vefumsjónarkerfinu Joomla getur þú uppfært vefinn þinn í gegnum netið hvar sem þú ert, í vinnunni, heima eða erlendis.
Þú getur uppfært texta, sett inn fréttir, bætt við myndum og sett inn auglýsingar svo dæmi séu tekin.
Góð vefhönnun er mikilvæg og í dag má segja að fyrirtæki komist ekki hjá því að halda úti heimasíðu þar sem fólk leitar í auknu mæli upplýsinga á netinu.
Við hönnun og uppsetningu á vefsvæði er mikilvægt að vefurinn sé vel uppsettur, því vefsíða fyrirtækisins er er án efa andlit þess út á við.

 

Internetnotkun í íslensku þjóðfélagi er í stöðugri sókn og kannanir sýna að yfir 90% þjóðarinnar hafi aðgang að netinu heima eða á vinnustað, stjórnendur fyrirtækja gera sér betur og betur grein fyrir mikilvægi þess að vera sýnilegur á internetinu með stílhreina og fallega heimasíðu.
Mikilvægi sýnileika verður aldrei ofmetið þar sem neytendur nýta sér netið í æ ríkara mæli til þess að leita upplýsinga um vörur og þjónustu.
Þú getur treyst því að ef þeir finna þig ekki á netinu finna þeir örugglega keppinaut þinn svo með vandaðri vefsíðu má ná forskoti á samkeppnina.

Á bakvið flestar alvöru vefsíður í dag eru notuð vefumsjónarkerfi til að viðhalda vefnum og gera alla vinnslu á efni vefsins auðveldari. Í nútíma vefumsjónarkerfum er auðvelt að setja inn myndir og texta og getur nánast hver sem er með lágmarks tölvukunnáttu séð um uppfærslu efnis á vefnum. ASTRA býður upp á mjög gott og vel skipulagt vefumsjónarkerfi sem getur nýst þínum rekstri til að halda úti gæða vefsíðu.

 

Helstu kostir Joomla
 • Auðveldar alla efnisvinnu
 • Hver sem er getur unnið við vefinn
 • Allt efni safnast saman á einn stað
 • Getur tengst kerfinu hvaðan sem er
 • Margir geta komið að uppfærslum
 • Hægt að breyta útliti á augnabliki
 • Edalausir möguleikar á viðbótum
 • Er frítt (GNU General Public License)
 •  

  Vefumsjónarkerfið Joomla er afar einfalt í notkun fyrir hinn almenna notanda en býður um leið upp á mjög öfluga kosti fyrir þá sem vilja meira og kjósa að aðlaga kerfið að sértækum þörfum eða aðstæðum. Joomla grundvallast á sjálfstæðum einingum sem einfalt er að bæta við staðlaða uppsetningu og auka þannig möguleika kerfisins til muna. Hundruð slíkra viðbóta er hægt að fá sem viðbótareiningar við kerfið.
  Að uppsetningu lokinni er kerfið tilbúið til notkunnar og einfalt að bæta við nýjum síðum, fréttum, texta og myndum. Notendur hafa fullkomið vald yfir öllum efnisþáttum vefsins og geta sniðið útlit hans og virkni að eigin þörfum. Kjósi fólk að sækja sér sérhannað sniðmát eru margar leiðir færar. 
  Öll umsýsla í joomla fer fram í gegnum vefskoðara. Fjöldi vefa bæði stórra og smárra nýta Joomla vefumsjónarkerfið með góðum árangri. Joomla eru byggt á hugmyndafræði um frjálsan hugbúnað (Open Source) GNU General Public License sem þýðir að hugbúnaðurinn er án endurgjalds.