Leita Stillingar
Nýskráning Innskráning

ASTRA

Staðsetning: Forsíða » Fyrirtækið
Mánudagur, 20 sep 2021

Við erum tölvudeildin þín...


ASTRA er óháð þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki í upplýsingatækni, við sérhæfum okkur í rekstri tölvukerfa allt frá því að þjónusta útstöðvar yfir í að sjá alfarið um hýsingu og rekstur tölvukerfisins.
Hjá ASTRA starfa þrautreyndir sérfræðingar með áratuga reynslu í rekstri tölvukerfa. Við bjóðum persónulega þjónustu sem byggir á áreiðanleika, stuttum viðbragðstíma, þekkingu og reynslu. Daglegur rekstur tölvukerfa nær meðal annars til eftirlits með netþjónum, útstöðvum og annarra jaðartækja, víðnetskerfa, staðarnetskerfa, prentara, vírusvarna, skilvirkni, gagnaöryggis og afritunar. Unnið er eftir skilgreindum ferlum. ASTRA veitir einnig ráðgjöf við hönnun og uppsetningu á tölvukerfum sem og vali og kaupum á búnaði og rekstrarvörum. Í dag sér ASTRA um rekstur á tölvukerfum á ýmsum stöðum á landinu sem og erlendis.

Samningar um rekstur á tölvukerfum eru aðlagaðir að þörfum hvers viðskiptavinar. Um er að ræða samninga sem byggja á fastri greiðslu á mánuði fyrir skilgreinda vinnu eða fastri greiðslu á mánuði með fráviksuppgjöri á þriggja mánaða fresti, í öllum samningum er skilgreint þjónustustig sem hentar þörfum hvers viðskiptavinar og beinn aðgangur að ákveðnum tæknimanni.


 

  • astra

escan

eScan er án efa eitt fremsta veiruvarnaforritið á markaðnum í dag, hugbúnaðurinn er byggður á margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu.eScan er alhliða veiruvörn sem tryggir öryggi tölvunnar þinnar fyrir veirum af öllum gerðum, netinnbrotum, njósnahugbúnaði, auglýsingahugbúnaði og öðrum óæskilegum hlutum.